Fleiri fréttir

Fimm milljónir undirskrifta gegn olíuborun og fiskveiðum í norðri

Greenpeace-samtökin skýrðu frá því í dag að þau hefðu frá árinu 2012 safnað fimm milljónum undirskrifta undir kröfu um að Norðurslóðir verði varðar gegn olíuborunum og iðnaðarfiskveiðum og að svæðið umhverfis Norðurpólinn verði friðlýst sem náttúruverndarsvæði.

Lífstíðarfangelsi fyrir samkynhneigð í Úganda

Úganska þingið hefur samþykkt frumvarp sem þyngir refsingar við samkynhneigð. Lífstíðarfangelsi getur nú legið við samkynhneigð en úgönsk hegningarlög banna nú þegar „holdlegt samræði gegn lögmálum náttúrunnar“.

Elding varð þremur að bana

Sextán fullorðnir og sex börn slösuðust þegar eldingunni sló niður á sólarströnd í Argentínu.

Líkir ESB við Sovétríkin

Marine Le Pen vill ólm frá Nigel Farage í lið með sér gegn "Evrópusovétríkjunum” og rífa niður "Brusselmúrinn”.

Lík í tísku

Reglulega birtast auglýsingaherferðir og tískuþættir þar sem fallegum, og gjarnan fáklæddum, konum er stillt er upp sem liðnum líkum.

Vilja að Snowden beri vitni

Evrópuþingið hefur boðið uppljóstraranum að ræða við þingnefnd í gegnum fjarfundabúnað

Ekkert bað í 60 ár

Áttræður maður í Íran er sagður hafa ekki baðað sig í meira en hálfa öld.

Steikjandi hitar í Ástralíu

Meðan kuldakastið mikla gengur yfir vestra hafa Ástralir mátt búa við meiri hita en dæmi eru til um.

Sprenging í efnaverksmiðju í Japan

Að minnsta kosti fimm létust og tólf særðust í morgun í mikilli sprengingu í efnaverksmiðju Mitsubishi stórfyrirtækisins í Japan. Fregnir af atburðinum eru enn nokkuð óljósar en á heimasíðu BBC segir að viðhaldsflokkur hafi verið við störf í verksmiðjunni sem framleiðir vörur úr sílikoni, þegar sprengingin varð.

Lést úr fuglaflensu í Kanada

Heilbrigðisyfirvöld í Kanada hafa staðfest fyrsta dauðsfallið þar í landi af völdum H5N1 fuglaflensunnar sem herjað hefur í Kína síðustu mánuði.

Obama sagður ætla að setja auknar skorður á NSA

Búist er við því að Barack Obama forseti Bandaríkjanna muni innan tíðar setja mun fastari skorður við því í hve miklum mæli Þjóðaröryggisstofnun landsins, NSA, getur njósnað um þjóðarleiðtoga annarra ríkja.

Nær milljarður reykir daglega

Fjöldi reykingarmanna hefur aukist á undanförnum áratugum þó hlutfallið dragist saman. Ástæðan er gríðarleg fólksfjölgun í heiminum.

Tvær bandarískar konur dæmdar vegna hryðjuverka

Konurnar eru báðar hvítar og ljóshærðar og var það von samstarfsmanna þeirra í hryðjuverkahópnum að vestrænt útlit þeirra auk bandarískra vegabréfa myndi auðvelda þeim að fremja hryðjuverk.

Janúar er skilnaðarmánuðurinn

Janúar er sá mánuður ársins sem flestir sækja um skilnað í Stokkhólmi, samkvæmt könnun sem sænska blaðið Dagens Nyheter hefur gert. Skilnaðarumsóknirnar eru fimm til fimmtíu prósentum fleiri í janúar en í öðrum mánuðum. Í janúar í fyrra sóttu 877 um skilnað, 682 í júní en 558 í desember.

Bandarísk herþyrla fórst á Englandi

Fjórir bandarískir hermenn fórust í Norfolk á Englandi í gærkvöldi þegar herþyrla þeirra hrapaði í æfingaflugi í grennd við herstöð þar sem bandaríski flugherinn hefur aðsetur.

Frost mældist í öllum ríkjum Bandaríkjanna

Frosthörkur eru enn í Bandaríkjunum þótt veðurfræðingar spá því að á næstu dögum fari að hlýna á ný. Í gær gerðist sá einstæði atburður að frost mældist í öllum fimmtíu ríkjum Bandaríkjanna.

Ráðherra að athlægi vegna grín-fréttar

Sænski dómsmálaráðherrann deildi grín-frétt á Facebook-síðu sinni um að 37 manns hefðu látið lífið á fyrsta deginum sem sala á kannbis var leyfð í Colorado fylki í Bandaríkjunum.

Vilja styttu af kölska fyrir utan þinghúsið

Hópur satanista í Oklahoma City í Bandaríkjunum hefur birt teikningu af rúmlega tveggja metra hárri styttu af kölska sem þeir vilja að verði reist við þinghúsið þar í borg.

MMA kappi drap mann í sjálfsvörn

MMA bardagakappinn Joseph Torrez varð manni að bana á heimili sínu í Bandaríkjunum er fjórir menn brutust inn á heimili hans.

Nauðganir orðnar að kosningamáli

Indverskir stjórnmálamenn reyna að sannfæra kjósendur um að þeir muni að sjá til þess að lögreglan taki nauðganir alvarlega.

Ormar í kjúklinganöggum frá Iceland

Ungri stúlku í Englandi brá heldur betur þegar hún áttaði sig á því að kjúklinganaggar sem hún hafði keypt í verslun Iceland voru fullir af ormum. Þetta kemur fram á vefmiðlinu Daily Gazette.

Vísað til sætis eftir fríðleika

Fríðleiki gesta ræður því hvar þeim er vísað til sætis á tveimur af þekktustu veitingastöðum Parísar, Le Georges í Pompidou-safninu, og Café Marly í Louvre-safninu.

Hælisleitendur yfir 50 þúsund

Rúmlega 54 þúsund hælisleitendur komu til Svíþjóðar á síðasta ári og hafa þeir aldrei verið fleiri, að því er sænskir fjölmiðlar greina frá.

Kuldaboli færir sig austur á bóginn í Bandaríkjunum

Kuldakastið í Bandaríkjunum færist nú austar í landið og von er á kuldatölum í nokkrum ríkjum sem ekki hafa sést þar um slóðir í marga áratugi. Frá Montana til Marylands-ríkis hafa íbúar verið varaðir við að vera úti við vegna kuldanna.

Kínastjórn fargaði fílabeini

Kínversk stjórnvöld fargaðií gær rúmlega sex tonnum af fílabeini, bæði óunnar tennur úr fílum og fagurlega útskorna skrautmuni.

Hart barist í borginni Fallúdja

Forsætisráðherra Íraks skoraði í gær á heimamenn í Fallúdja að hrekja bardagasveitir tengdar Al-Kaída frá borginni. Stjórnarherinn hafði umkringt borgina og búist var við hörðum átökum. Fjölskyldufólk reyndi að forða sér burt úr borginni.

Sjá næstu 50 fréttir