Erlent

Lést úr fuglaflensu í Kanada

Mynd/AFP
Heilbrigðisyfirvöld í Kanada hafa staðfest fyrsta dauðsfallið þar í landi af völdum H5N1 fuglaflensunnar sem herjað hefur í Kína síðustu mánuði.

Heilbrigðisráðherra landsins sagði í gær að hinn látni hafi verið búsettur í Alberta fylki en að hann hafi nýverið snúið heim frá Beijing í Kína. Ráðherrann sagði litlar líkur á því að smitið hefði borist áfram í aðra íbúa fylkisins.

Þetta afbrigði fuglaflensunar veldur svæsinni lugnabólgu en Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segir litlar líkur á því að smitið berist á milli manna. Sextíu prósent þeirra sem veikjast látast af völdum flensunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×