Erlent

Hundruð lögreglumanna reknir í Tyrklandi

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Recep Tayyip Erdogan, forsætisráðherra Tyrklands.
Recep Tayyip Erdogan, forsætisráðherra Tyrklands. Nordicphotos/AFP
Um 350 lögreglumenn í Ankara, höfuðborg Tyrklands, hafa verið reknir úr starfi. Meðal þeirra eru margir yfirmenn í lögreglunni.

Ríkisstjórn landsins á þessa dagana í vök að verjast vegna ásakana um spillingu. Ásakanirnar urðu til þess að nokkrir ráðherrar þurftu að segja af sér nýverið, eftir að lögreglan gerði húsleit hjá ýmsum nánustu samstarfsmönnum forsætisráðherra landsins.

Recep Tayyip Erdogan forsætisráðherra beinir spjótum sínum í staðinn að lögreglu og dómurum landsins sakar bæði lögregluna og dómskerfið um samsæri gegn ríkisstjórninni.

Að sögn tyrkneskra fjölmiðla hafa lögreglumennirnir, sem reknir voru, fengið önnur störf innan lögreglunnar, flestir í umferðarlögreglunni eða á stöðum utan höfuðborgarinnar Ankara.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×