Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 6. júlí 2025 21:02 Nærri tvö þúsund og fimm hundruð börn bíða nú eftir greiningu hjá Geðheilsumiðstöð barna. Vísir/Vilhelm Metfjöldi barna bíður nú eftir ADHD- eða einhverfugreiningu hjá Geðheilsumiðstöð barna eða nærri tvö þúsund og fimm hundruð börn. Aldrei hafa jafn margar tilvísanir borist og á þessu ári. Yfirlæknir segir í skoðun að vísa börnum í meira mæli frá. Geðheilsumiðstöð barna veitir geðheilbrigðisþjónustu fyrir börn frá meðgöngu til átján ára aldurs og fjölskyldur þeirra. Miðstöðin tók til starfa árið 2022 og síðan þá hefur þeim fjölgað hratt sem leita til hennar og langir biðlistar myndast. Til að mynda bíða nú 2.480 börn eftir því að komast í ADHD- eða einhverfugreiningu Börnum á biðlista hefur fjölgað hratt.Vísir/Sara „Það er í ákveðnu hámarki eins og er. Við héldum kannski að það væri aðeins að draga úr en því miður hefur það ekki orðið raunin á þessu ári,“ segir Guðrún Bryndís Guðmundsdóttir yfirlæknir Geðheilsumiðstöðvar barna. Börn fara fyrst í frumgreiningu áður en nöfn þeirra eru skráð til frekari greiningar, en biðlistinn lengist stöðugt og getur barn þurft að bíða í allt að þrjú ár til að komast að. Hundrað fimmtíu og fjórar tilvísanir að meðaltali berast í hverju mánuði, sem er metfjöldi og foreldrar hafa áhyggjur. Tilvísanir til Geðheilsumiðstöðvar í hverjum mánuði hafa aldrei verið fleiri. Vísir/Sara „Það náttúrulega er í öngum sínum og þetta hef slæm áhrif oft á foreldra og stundum er um að ræða börn með mikinn vanda og við reynum náttúrulega að forgangsraða líka málum ef við sjáum að vandinn er mjög mikill.“ Erfitt sé að segja hvað skýri þessa fjölgun en ástæðurnar geti verið margar svo sem að betur sé fylgst með í skólum. Dæmi eru um að foreldrar gefist upp á biðlistanum og leiti til einkaaðila. Slíkt getur þó verið kostnaðarsamt. Guðrún segir margt hafa verið gert til að reyna að stytta biðlistann. Þannig hafi stöðugildum verið fjölgað og verklag skoðað. „Svo eru í rauninni fleiri leiðir sem við verðum að fara. Við verðum að skoða bæði kannski hvort að við eigum að vísa meira frá. Við erum með lága frávísunarprósentu og jafnvel að reyna að semja við önnur teymi, geðheilsuteymi sem eru til, hvort að þau geti tekið eitthvað af til dæmis ADHD málunum.“ Guðrún Bryndís Guðmundsdóttir yfirlæknir á Geðheilsumiðstöð barna segir að skoða verði hvort vísa þurfi börnum frá.Vísir/Sigurjón Á meðan börnin bíða eftir að komast að sé mikilvægt, ef grunur er um ADHD eða einhverfu, að gripið sé til ráðstafana. „Samkvæmt farsældarlögum eiga þau náttúrulega fullan rétt á þjónustu eins og önnur börn bara við hæfi. Þannig það ætti ekki að þurfa að vera komin staðfest greining þó það sé alltaf betra fyrir börnin og alla aðila þá er samt mikilvægt að grípa fyrr inn í þó að greining sé ekki komin.“ Heilbrigðismál Börn og uppeldi ADHD Einhverfa Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Geðheilsumiðstöð barna veitir geðheilbrigðisþjónustu fyrir börn frá meðgöngu til átján ára aldurs og fjölskyldur þeirra. Miðstöðin tók til starfa árið 2022 og síðan þá hefur þeim fjölgað hratt sem leita til hennar og langir biðlistar myndast. Til að mynda bíða nú 2.480 börn eftir því að komast í ADHD- eða einhverfugreiningu Börnum á biðlista hefur fjölgað hratt.Vísir/Sara „Það er í ákveðnu hámarki eins og er. Við héldum kannski að það væri aðeins að draga úr en því miður hefur það ekki orðið raunin á þessu ári,“ segir Guðrún Bryndís Guðmundsdóttir yfirlæknir Geðheilsumiðstöðvar barna. Börn fara fyrst í frumgreiningu áður en nöfn þeirra eru skráð til frekari greiningar, en biðlistinn lengist stöðugt og getur barn þurft að bíða í allt að þrjú ár til að komast að. Hundrað fimmtíu og fjórar tilvísanir að meðaltali berast í hverju mánuði, sem er metfjöldi og foreldrar hafa áhyggjur. Tilvísanir til Geðheilsumiðstöðvar í hverjum mánuði hafa aldrei verið fleiri. Vísir/Sara „Það náttúrulega er í öngum sínum og þetta hef slæm áhrif oft á foreldra og stundum er um að ræða börn með mikinn vanda og við reynum náttúrulega að forgangsraða líka málum ef við sjáum að vandinn er mjög mikill.“ Erfitt sé að segja hvað skýri þessa fjölgun en ástæðurnar geti verið margar svo sem að betur sé fylgst með í skólum. Dæmi eru um að foreldrar gefist upp á biðlistanum og leiti til einkaaðila. Slíkt getur þó verið kostnaðarsamt. Guðrún segir margt hafa verið gert til að reyna að stytta biðlistann. Þannig hafi stöðugildum verið fjölgað og verklag skoðað. „Svo eru í rauninni fleiri leiðir sem við verðum að fara. Við verðum að skoða bæði kannski hvort að við eigum að vísa meira frá. Við erum með lága frávísunarprósentu og jafnvel að reyna að semja við önnur teymi, geðheilsuteymi sem eru til, hvort að þau geti tekið eitthvað af til dæmis ADHD málunum.“ Guðrún Bryndís Guðmundsdóttir yfirlæknir á Geðheilsumiðstöð barna segir að skoða verði hvort vísa þurfi börnum frá.Vísir/Sigurjón Á meðan börnin bíða eftir að komast að sé mikilvægt, ef grunur er um ADHD eða einhverfu, að gripið sé til ráðstafana. „Samkvæmt farsældarlögum eiga þau náttúrulega fullan rétt á þjónustu eins og önnur börn bara við hæfi. Þannig það ætti ekki að þurfa að vera komin staðfest greining þó það sé alltaf betra fyrir börnin og alla aðila þá er samt mikilvægt að grípa fyrr inn í þó að greining sé ekki komin.“
Heilbrigðismál Börn og uppeldi ADHD Einhverfa Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira