Erlent

Bandarísk herþyrla fórst á Englandi

Gissur Sigurðsson skrifar
Ekki er ljóst hvað varð þess valdandi að þyrlan, sem var af svokallaðri Pave Hawk gerð, hrapaði til jarðar.
Ekki er ljóst hvað varð þess valdandi að þyrlan, sem var af svokallaðri Pave Hawk gerð, hrapaði til jarðar. MYND/AP
Fjórir bandarískir hermenn fórust í Norfolk á Englandi í gærkvöldi þegar herþyrla þeirra hrapaði í æfingaflugi í grennd við herstöð þar sem bandaríski flugherinn hefur aðsetur.

Hún tilheyrði áður þyrlubjörgunarsveitinni á Keflavíkurflugvelli, þar til herinn fór héðan. Verið var að æfa lágflug þegar slysið varð og voru skotfæri um borð í þyrlunni þannig að girða þurfti slysstaðinn af vegna ótta við sprengingar.

Ekki er ljóst hvað varð þess valdandi að þyrlan, sem var af svokallaðri Pave Hawk gerð, hrapaði til jarðar. Þyrlan tilheyrði 56. björgunarsveit bandaríska hersins , sem var á Keflavíkurflugvelli til ársins 2006 og er eina björgunarþyrlusveit bandaríska flughersins í Evrópu og hefur það hlutverk að bjarga flugmönnum á átakasvæðum.

Sveitin er núna staðsett í flugbækistöð breska flughersins í Lakenheath, en hún tók þátt í bjrögun margra mannslífa þegar hún var hér á landi. Frægasta tilvikið var þegar þyrlur sveitarinnar björguðu skipverjum af strönduðum dráttarbáti í Vöðlavík á Austufjörðum, við mjög hættulegar aðstæður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×