Erlent

Fimm milljónir undirskrifta gegn olíuborun og fiskveiðum í norðri

Kristján Már Unnarsson skrifar
Grænfriðungar í ísbjarnarbúningum mótmæltu olíuborunum á heimskautasvæðum á olíuráðstefnu í Osló í nóvember.
Grænfriðungar í ísbjarnarbúningum mótmæltu olíuborunum á heimskautasvæðum á olíuráðstefnu í Osló í nóvember.
Greenpeace-samtökin skýrðu frá því í dag að þau hefðu frá árinu 2012 safnað fimm milljónum undirskrifta undir kröfu um að Norðurslóðir verði varðar gegn olíuborunum og iðnaðarfiskveiðum og að svæðið umhverfis Norðurpólinn verði friðlýst sem náttúruverndarsvæði. Undirskriftunum er safnað í gegnum síðuna savethearctic.org.

Greenpeace segir að stuðningur við samtökin og baráttu þeirra fyrir því að verja Norðurslóðir gegn áhættusömum olíuborunum hafi stóraukist meðan 30 liðsmenn þeirra sátu í rússnesku fangelsi vegna mótmælaaðgerða gegn rússneska olíufélaginu Gazprom en olíuvinnsla þess í Barentshafi hófst skömmu fyrir jól.

Níu olíufélög eru aðilar að þremur sérleyfum við Austur-Grænland, sem úthlutað var fyrir jól.
Greenpeace segir fleiri félög undirbúa boranir á heimskautinu, meðal annars Statoil í lögsögu Noregs og Shell í Alaska. Samtímis hafi ríkisstjórn Grænlands úthlutað olíuleitarleyfum við Austur-Grænland þar sem ofsaveður skapi sérstaka hættu á slysum. 

„Andstöðu milljóna manna gegn ábyrgðarlausum olíuborunum er ekki hægt að hunsa. Það er óskiljanlegt að nú eigi að þrýsta á bensíngjöfina við Austur-Grænland. Þetta er hrikalegasta svæði í heimi til að bora á og áhættan á slysi er mjög mikil,“ segir Jon Burgwald, talsmaður Greenpeace. „Hafsvæðið er fullt af ísjökum þar sem gefast nánast engir íslausir dagar til að bora. Þegar slysið gerist er hætta á að olían fossi út mánuðum saman áður en tekst að stöðva útbreiðslu lekans, " segir Burgwald.


Tengdar fréttir

Olíuleitin hafin við Austur-Grænland

Olíurisar eins og Shell, Statoil, BP, Chevron og Conoco Philips eru meðal níu olíufélaga sem Grænlendingar úthlutuðu nýjum sérleyfum á föstudag. Akureyri og Eyjafjörður vilja bita af kökunni.

Olíurisi sagður ætla að hverfa frá Grænlandi

Bandaríska olíufélagið Exxon Mobil, stærsta olíufélag heims, er sagt hafa ákveðið að draga sig út úr olíuleit við Grænland. Ástæðan er sögð breytt forgangsröðun




Fleiri fréttir

Sjá meira


×