Fimm milljónir undirskrifta gegn olíuborun og fiskveiðum í norðri Kristján Már Unnarsson skrifar 10. janúar 2014 13:15 Grænfriðungar í ísbjarnarbúningum mótmæltu olíuborunum á heimskautasvæðum á olíuráðstefnu í Osló í nóvember. Greenpeace-samtökin skýrðu frá því í dag að þau hefðu frá árinu 2012 safnað fimm milljónum undirskrifta undir kröfu um að Norðurslóðir verði varðar gegn olíuborunum og iðnaðarfiskveiðum og að svæðið umhverfis Norðurpólinn verði friðlýst sem náttúruverndarsvæði. Undirskriftunum er safnað í gegnum síðuna savethearctic.org. Greenpeace segir að stuðningur við samtökin og baráttu þeirra fyrir því að verja Norðurslóðir gegn áhættusömum olíuborunum hafi stóraukist meðan 30 liðsmenn þeirra sátu í rússnesku fangelsi vegna mótmælaaðgerða gegn rússneska olíufélaginu Gazprom en olíuvinnsla þess í Barentshafi hófst skömmu fyrir jól.Níu olíufélög eru aðilar að þremur sérleyfum við Austur-Grænland, sem úthlutað var fyrir jól.Greenpeace segir fleiri félög undirbúa boranir á heimskautinu, meðal annars Statoil í lögsögu Noregs og Shell í Alaska. Samtímis hafi ríkisstjórn Grænlands úthlutað olíuleitarleyfum við Austur-Grænland þar sem ofsaveður skapi sérstaka hættu á slysum. „Andstöðu milljóna manna gegn ábyrgðarlausum olíuborunum er ekki hægt að hunsa. Það er óskiljanlegt að nú eigi að þrýsta á bensíngjöfina við Austur-Grænland. Þetta er hrikalegasta svæði í heimi til að bora á og áhættan á slysi er mjög mikil,“ segir Jon Burgwald, talsmaður Greenpeace. „Hafsvæðið er fullt af ísjökum þar sem gefast nánast engir íslausir dagar til að bora. Þegar slysið gerist er hætta á að olían fossi út mánuðum saman áður en tekst að stöðva útbreiðslu lekans, " segir Burgwald. Tengdar fréttir Olíuleitin hafin við Austur-Grænland Olíurisar eins og Shell, Statoil, BP, Chevron og Conoco Philips eru meðal níu olíufélaga sem Grænlendingar úthlutuðu nýjum sérleyfum á föstudag. Akureyri og Eyjafjörður vilja bita af kökunni. 24. desember 2013 12:52 Svona á höfnin á Dysnesi að líta út Félag um Dysneshöfn í Eyjafirði miðar undirbúning við að framkvæmdir geti hafist innan árs. 30. desember 2013 18:45 Olíurisi sagður ætla að hverfa frá Grænlandi Bandaríska olíufélagið Exxon Mobil, stærsta olíufélag heims, er sagt hafa ákveðið að draga sig út úr olíuleit við Grænland. Ástæðan er sögð breytt forgangsröðun 20. desember 2013 12:58 Grænfriðungar stöðvuðu ræðu orkumálastjóra um Drekasvæði Grænfriðungar, klæddir ísbjarnarbúningum, réðust í dag inn á alþjóðlega olíuráðstefnu í Osló í þann mund sem Guðni Jóhannesson orkumálastjóri var að hefja erindi um Drekasvæðið. 12. nóvember 2013 18:45 Færeyskur Statoil-stjóri segir Austur-Grænland erfitt Norska olíufélagið Statoil, stærsta fyrirtæki Norðurlanda, er í hópi níu olíufélaga sem grænlensk stjórnvöld úthlutuðu fyrir jól fyrstu sérleyfum við austurströnd Grænlands. 27. desember 2013 14:21 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Sjá meira
Greenpeace-samtökin skýrðu frá því í dag að þau hefðu frá árinu 2012 safnað fimm milljónum undirskrifta undir kröfu um að Norðurslóðir verði varðar gegn olíuborunum og iðnaðarfiskveiðum og að svæðið umhverfis Norðurpólinn verði friðlýst sem náttúruverndarsvæði. Undirskriftunum er safnað í gegnum síðuna savethearctic.org. Greenpeace segir að stuðningur við samtökin og baráttu þeirra fyrir því að verja Norðurslóðir gegn áhættusömum olíuborunum hafi stóraukist meðan 30 liðsmenn þeirra sátu í rússnesku fangelsi vegna mótmælaaðgerða gegn rússneska olíufélaginu Gazprom en olíuvinnsla þess í Barentshafi hófst skömmu fyrir jól.Níu olíufélög eru aðilar að þremur sérleyfum við Austur-Grænland, sem úthlutað var fyrir jól.Greenpeace segir fleiri félög undirbúa boranir á heimskautinu, meðal annars Statoil í lögsögu Noregs og Shell í Alaska. Samtímis hafi ríkisstjórn Grænlands úthlutað olíuleitarleyfum við Austur-Grænland þar sem ofsaveður skapi sérstaka hættu á slysum. „Andstöðu milljóna manna gegn ábyrgðarlausum olíuborunum er ekki hægt að hunsa. Það er óskiljanlegt að nú eigi að þrýsta á bensíngjöfina við Austur-Grænland. Þetta er hrikalegasta svæði í heimi til að bora á og áhættan á slysi er mjög mikil,“ segir Jon Burgwald, talsmaður Greenpeace. „Hafsvæðið er fullt af ísjökum þar sem gefast nánast engir íslausir dagar til að bora. Þegar slysið gerist er hætta á að olían fossi út mánuðum saman áður en tekst að stöðva útbreiðslu lekans, " segir Burgwald.
Tengdar fréttir Olíuleitin hafin við Austur-Grænland Olíurisar eins og Shell, Statoil, BP, Chevron og Conoco Philips eru meðal níu olíufélaga sem Grænlendingar úthlutuðu nýjum sérleyfum á föstudag. Akureyri og Eyjafjörður vilja bita af kökunni. 24. desember 2013 12:52 Svona á höfnin á Dysnesi að líta út Félag um Dysneshöfn í Eyjafirði miðar undirbúning við að framkvæmdir geti hafist innan árs. 30. desember 2013 18:45 Olíurisi sagður ætla að hverfa frá Grænlandi Bandaríska olíufélagið Exxon Mobil, stærsta olíufélag heims, er sagt hafa ákveðið að draga sig út úr olíuleit við Grænland. Ástæðan er sögð breytt forgangsröðun 20. desember 2013 12:58 Grænfriðungar stöðvuðu ræðu orkumálastjóra um Drekasvæði Grænfriðungar, klæddir ísbjarnarbúningum, réðust í dag inn á alþjóðlega olíuráðstefnu í Osló í þann mund sem Guðni Jóhannesson orkumálastjóri var að hefja erindi um Drekasvæðið. 12. nóvember 2013 18:45 Færeyskur Statoil-stjóri segir Austur-Grænland erfitt Norska olíufélagið Statoil, stærsta fyrirtæki Norðurlanda, er í hópi níu olíufélaga sem grænlensk stjórnvöld úthlutuðu fyrir jól fyrstu sérleyfum við austurströnd Grænlands. 27. desember 2013 14:21 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Sjá meira
Olíuleitin hafin við Austur-Grænland Olíurisar eins og Shell, Statoil, BP, Chevron og Conoco Philips eru meðal níu olíufélaga sem Grænlendingar úthlutuðu nýjum sérleyfum á föstudag. Akureyri og Eyjafjörður vilja bita af kökunni. 24. desember 2013 12:52
Svona á höfnin á Dysnesi að líta út Félag um Dysneshöfn í Eyjafirði miðar undirbúning við að framkvæmdir geti hafist innan árs. 30. desember 2013 18:45
Olíurisi sagður ætla að hverfa frá Grænlandi Bandaríska olíufélagið Exxon Mobil, stærsta olíufélag heims, er sagt hafa ákveðið að draga sig út úr olíuleit við Grænland. Ástæðan er sögð breytt forgangsröðun 20. desember 2013 12:58
Grænfriðungar stöðvuðu ræðu orkumálastjóra um Drekasvæði Grænfriðungar, klæddir ísbjarnarbúningum, réðust í dag inn á alþjóðlega olíuráðstefnu í Osló í þann mund sem Guðni Jóhannesson orkumálastjóri var að hefja erindi um Drekasvæðið. 12. nóvember 2013 18:45
Færeyskur Statoil-stjóri segir Austur-Grænland erfitt Norska olíufélagið Statoil, stærsta fyrirtæki Norðurlanda, er í hópi níu olíufélaga sem grænlensk stjórnvöld úthlutuðu fyrir jól fyrstu sérleyfum við austurströnd Grænlands. 27. desember 2013 14:21