Erlent

Hundar vilja snúa í norður eða suður þegar þeir létta á sér

Brjánn Jónasson skrifar
Hundar virðast næmir fyrir segulsviði jarðar og vilja snúa sér eftir því þegar þeir létta á sér. Myndin er úr safni.
Hundar virðast næmir fyrir segulsviði jarðar og vilja snúa sér eftir því þegar þeir létta á sér. Myndin er úr safni. Fréttablaðið/Stefán
Margir hundaeigendur verða varir við ýmiskonar sérvisku í gæludýrum sínum. Ekki er þó víst að margir hafi tekið eftir því að hundar eru næmir fyrir segulsviði jarðar og kjósa helst að snúa sér ýmist í norður eða suður þegar þeir létta á sér.

Þessi niðurstaða úr viðamiklum rannsóknum á atferli hunda kom þýskum og tékkneskum vísindamönnunum sem stóðu að rannsóknunum töluvert á óvart. Fjallað er um rannsóknina á fréttasíðunni Live Science.

Vísindamennirnir eyddu tveimur árum í að fylgjast með 70 hundum létta á sér mörg þúsund sinnum, og báru saman atferli þeirra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×