Erlent

Kínastjórn fargaði fílabeini

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Um sex tonn af óunnu fílabeini og útskornum skrautmunum voru eyðilögð í gær.
Um sex tonn af óunnu fílabeini og útskornum skrautmunum voru eyðilögð í gær. Fréttablaðið/AP
Kínversk stjórnvöld eyðilögðu í gær rúmlega sex tonn af fílabeini, bæði óunnar tennur úr fílum og fagurlega útskorna skrautmuni.

Kína hefur undanfarið verið stærsti markaður fílabeins í heiminum, en stjórnvöld þar hafa ekki gripið til jafn stórtækra aðgerða gegn ólöglegri sölu og smygli fílabeins.

Aðgerðirnar þykja benda til þess að Kínastjórn hyggist nú taka ólögleg viðskipti með fílabein alvarlegri tökum en hún hefur gert til þessa.

Fílabein kostar allt að 230 þúsund krónur hvert kíló á svartamarkaði. Eftirspurn eftir fílabeini hefur vaxið mikið í Kína á síðustu árum, eftir því sem efnahagur landsins hefur batnað og æ fleiri einstaklingar komist í álnir.

Miðstöð hinna ólöglegu viðskipta með fílabein í Kína er í borginni Dongguan í Guangdong-héraði. Þar fór förgunin fram í gær, en yfirvöld segja að þau sex tonn sem eyðilögð voru séu aðeins brot af því ólöglega fílabeini sem er að finna í Kína.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×