Erlent

Sharon sagður eiga stutt eftir

Eva Bjarnadóttir skrifar
Ariel Sharon
Ariel Sharon
Heilsu fyrrum forsætisráðherra Ísraels, Ariel Sharon, hrakaði enn frekar í gær og telja læknar hans líklegt að stutt sé þar til hann skilji við. Sharon, sem er 85 ára, hefur legið í dái undanfarin átta ár eftir heilablóðfall. Fyrir viku síðan hættu helstu líffæri hans að starfa.

Sharon er einn frægasti herforingi Ísraels og leiddi hann stríðið við Líbanon. Sem forsætisráðherra studdi hann byggingu landtökubyggða gyðinga á Vesturbakkanum og á Gasaströndinni. Árið 2005 tók hann hins vegar einhliða ákvörðun um að draga ísraelska hermenn og landtökufólk til baka af Gasa. Ákvörðunin var tekin í tengslum við friðarviðræður við Palestínumenn. Hávær mótmæli urðu í kjölfarið meðal ísraelskra íhaldsmanna og landtökufólks.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×