Erlent

Prinsessa bendluð við fjársvik og peningaþvætti

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Kristína Spánarprinsessa.
Kristína Spánarprinsessa. Mynd/AP
Kristína, dóttir Jóhanns Karls Spánarkonungs, kemur fyrir rétt á Mallorca í mars til að svara fyrir ásakanir um aðild að fjársvikum og peningaþvætti.

Ásakanirnar tengjast allar fyrirtæki eiginmanns hennar, sem heitir Inaki Urdangarin og var í eina tíð þekktur handboltaleikmaður á Spáni.

Hann sætir rannsókn vegna ásakana um að hann hafi reynt að hafa stórfé út úr verktakasamningum við ríkið í gegnum stofnun, sem hann setti á laggirnar og átti að starfa án ágóða.

Þessar rannsóknir þykja hafa skaðað ímynd konungsfjölskyldunnar allverulega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×