Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Bjarki Sigurðsson skrifar 6. júlí 2025 23:29 Björn Gíslason er Árbæingur og borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Einar Unnið er að umfangsmiklum breytingum við gatnamót Höfðabakka og Bæjarháls í Árbænum. Árbæingur segir ljóst að eftir framkvæmdirnar verði umferðartafir á svæðinu gríðarlegar og segir fleiri íbúa í hverfinu mjög áhyggjufulla. Nýlega hófust framkvæmdir við gatnamótin en á næstunni verður farið framkvæmdir við fimm gatnamót Höfðabakka til að bæta umferðaröryggi og aðgengi vegfarenda. Hingað til hafa verið þrjú framhjáhlaup á gatnamótunum. Brátt hverfa tvö þeirra á brott og í stað verða hægri beygjurnar ljósastýrðar. Ártúnsmegin hverfur fráreinin alveg, en Árbæjarmegin verður umferðarljósum komið fyrir við núverandi frárein. Borgin áætlar að afköst og þjónustustig gatnamótanna breytist ekki mikið, en því er Björn Gíslason, borgarfulltrúi og Árbæingur, ekki sammála. „Það gefur auga leið, þetta verður mjög þungt. Það eru mjög mörg fyrirtæki og stofnanir í Hálsahverfi og margir sem eru á leið í Breiðholt, Kópavog og Hafnarfjörð. Það segir sig sjálft að það verður algjör umferðarstappa hérna á Bæjarhálsinum. Áhyggjur Árbæinga eru líka, og mínar sérstaklega sem fyrrverandi slökkviliðsmaður, vegna þess að hér er slökkvistöð í Tunguhálsi. Það verður mjög erfitt fyrir þá að komast leiðar sinnar á þessum álagstímum,“ segir Björn. Fráreinin fremst á myndinni til hægri verður ljósastýrð eftir breytinguna, en fráreinin efst til hægri verður fjarlægð. Vísir/Sigurjón Hann fagnar því að það eigi að uppfæra ljósastýringabúnað við gatnamótin, en bendir á að það sé nú þegar til mun öruggari leið fyrir gangandi og hjólandi. „Það er ekki mikil umferð gangandi og hjólandi um þessi gatnamót, enda eru hér fimmtíu metrum neðar undirgöng undir Höfðabakkann sem fólk nýtir sér. Sérstaklega íbúar í Árbæ og Ártúnsholti. Það skiptir sköpum,“ segir Björn. Hér fyrir neðan má sjá staðsetningu undirganganna. Björn hefur rætt við fjölda íbúa í hverfinu sem hafa áhyggjur af breytingunni. „Þeir hafa áhyggjur af þessu. Þeir komast á fleiri stöðum út úr hverfinu, en þessi leið er mikið farin af Árbæingum. En ég held að það breytist eitthvað núna, menn eru farnir að skoða aðrar leiðir héðan út úr hverfinu,“ segir Björn. Reykjavík Vegagerð Samgöngur Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Fleiri fréttir „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Sjá meira
Nýlega hófust framkvæmdir við gatnamótin en á næstunni verður farið framkvæmdir við fimm gatnamót Höfðabakka til að bæta umferðaröryggi og aðgengi vegfarenda. Hingað til hafa verið þrjú framhjáhlaup á gatnamótunum. Brátt hverfa tvö þeirra á brott og í stað verða hægri beygjurnar ljósastýrðar. Ártúnsmegin hverfur fráreinin alveg, en Árbæjarmegin verður umferðarljósum komið fyrir við núverandi frárein. Borgin áætlar að afköst og þjónustustig gatnamótanna breytist ekki mikið, en því er Björn Gíslason, borgarfulltrúi og Árbæingur, ekki sammála. „Það gefur auga leið, þetta verður mjög þungt. Það eru mjög mörg fyrirtæki og stofnanir í Hálsahverfi og margir sem eru á leið í Breiðholt, Kópavog og Hafnarfjörð. Það segir sig sjálft að það verður algjör umferðarstappa hérna á Bæjarhálsinum. Áhyggjur Árbæinga eru líka, og mínar sérstaklega sem fyrrverandi slökkviliðsmaður, vegna þess að hér er slökkvistöð í Tunguhálsi. Það verður mjög erfitt fyrir þá að komast leiðar sinnar á þessum álagstímum,“ segir Björn. Fráreinin fremst á myndinni til hægri verður ljósastýrð eftir breytinguna, en fráreinin efst til hægri verður fjarlægð. Vísir/Sigurjón Hann fagnar því að það eigi að uppfæra ljósastýringabúnað við gatnamótin, en bendir á að það sé nú þegar til mun öruggari leið fyrir gangandi og hjólandi. „Það er ekki mikil umferð gangandi og hjólandi um þessi gatnamót, enda eru hér fimmtíu metrum neðar undirgöng undir Höfðabakkann sem fólk nýtir sér. Sérstaklega íbúar í Árbæ og Ártúnsholti. Það skiptir sköpum,“ segir Björn. Hér fyrir neðan má sjá staðsetningu undirganganna. Björn hefur rætt við fjölda íbúa í hverfinu sem hafa áhyggjur af breytingunni. „Þeir hafa áhyggjur af þessu. Þeir komast á fleiri stöðum út úr hverfinu, en þessi leið er mikið farin af Árbæingum. En ég held að það breytist eitthvað núna, menn eru farnir að skoða aðrar leiðir héðan út úr hverfinu,“ segir Björn.
Reykjavík Vegagerð Samgöngur Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Fleiri fréttir „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Sjá meira