Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 6. júlí 2025 20:07 Systurnar í Lindartúni í Vestur-Landeyjum með Prins Greifa sinn en þetta eru þær frá vinstri, María Brá, Ronja Bella og Bríet Auður. Eins og sjá má er hesturinn mjög fallegur og sérstakur á litinn. Magnús Hlynur Hreiðarsson Liturinn á hestinum Prins Greifa í Vestur Landeyjum vekur alltaf mikla athygli en hann er Brún ýruskjóttur varblesóttur og eini hesturinn hér á landi með þannig litasamsetningu. Fréttamaður fór með eigendum hestsins, sem eru þrjár systur, út í haga til að skoða Prins Greifa en hann er gæfur og gott að umgangast hann. Litarafbrigðið ýruskjótt kemur frá afa hans, Ellerti frá Baldurshaga, sem var fyrsti hesturinn sem skilgreindur var ýruskjóttur á Íslandi. Foreldrar Prins eru Ófeigur frá Baldurshaga, móálóttur ýruskjóttur með vagl í auga, og móðir hans er Ekkja frá Nesi, sótrauð, breiðblesótt, leistótt með grásprengt fax og tagl. „Þetta er einhvers konar sambland frá móðurinn, hún er með sléttugen og faðirinn er ýruskjóttur og einhvern vegin kom þessi blanda frá því, Hann er tveggja vetra og hann er hér í uppeldi hjá bræðrum sínum. Við erum bara að bíða eftir því að hann verði eldri þannig að það sé hægt að byrja að temja hann og sjá hvað býr í honum,” segir Bríet Auður Baldursdóttir í Lindartúni og einn eigandi Prins Greifa Verður hann notaður, sem graðhestur eða hvað? „Já, það verður gert,” segir Bríet. Og yngri systurnar í Lindartúni eru hæst ánægðar með Prins Greifa, sem þær eiga líka í. „Okkur finnst hann alveg geggjaður og okkur finnst svo skemmtilegt hvað hann er fallegur á litinn. Svo getur hann líka orðið rosalega flottur stóðhestur alveg eins og Ellert afi sinn”, segir María Brá Baldursdóttir. Haldið þið að hann verði vinsæll stóðhestur þegar þar að kemur? „Já, við vonum það allavega, það væri rosalega skemmtilegt ef hann verður það,” segir Ronja Bella Baldursdóttir. Prins Greifi er tveggja vetra og verður notaður, sem stóðhestur á bænum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Eruð þið miklar hestastelpur? „Já, Ronja er mjög góð í hestum. Ég er ekki alveg þar en mér finnst mjög skemmtilegt að skoða hestana með systur mínum,” segir María Brá. Nokkur folöld hafa komið í heiminn á bænum í sumar. Hér er eitt þeirra að fá sér að drekka hjá mömmu sinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Rangárþing eystra Hestar Landbúnaður Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Þrjátíu þúsund fengu hærri bætur í dag en síðustu mánaðamót Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Erlent Fleiri fréttir Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri bætur í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Sjá meira
Fréttamaður fór með eigendum hestsins, sem eru þrjár systur, út í haga til að skoða Prins Greifa en hann er gæfur og gott að umgangast hann. Litarafbrigðið ýruskjótt kemur frá afa hans, Ellerti frá Baldurshaga, sem var fyrsti hesturinn sem skilgreindur var ýruskjóttur á Íslandi. Foreldrar Prins eru Ófeigur frá Baldurshaga, móálóttur ýruskjóttur með vagl í auga, og móðir hans er Ekkja frá Nesi, sótrauð, breiðblesótt, leistótt með grásprengt fax og tagl. „Þetta er einhvers konar sambland frá móðurinn, hún er með sléttugen og faðirinn er ýruskjóttur og einhvern vegin kom þessi blanda frá því, Hann er tveggja vetra og hann er hér í uppeldi hjá bræðrum sínum. Við erum bara að bíða eftir því að hann verði eldri þannig að það sé hægt að byrja að temja hann og sjá hvað býr í honum,” segir Bríet Auður Baldursdóttir í Lindartúni og einn eigandi Prins Greifa Verður hann notaður, sem graðhestur eða hvað? „Já, það verður gert,” segir Bríet. Og yngri systurnar í Lindartúni eru hæst ánægðar með Prins Greifa, sem þær eiga líka í. „Okkur finnst hann alveg geggjaður og okkur finnst svo skemmtilegt hvað hann er fallegur á litinn. Svo getur hann líka orðið rosalega flottur stóðhestur alveg eins og Ellert afi sinn”, segir María Brá Baldursdóttir. Haldið þið að hann verði vinsæll stóðhestur þegar þar að kemur? „Já, við vonum það allavega, það væri rosalega skemmtilegt ef hann verður það,” segir Ronja Bella Baldursdóttir. Prins Greifi er tveggja vetra og verður notaður, sem stóðhestur á bænum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Eruð þið miklar hestastelpur? „Já, Ronja er mjög góð í hestum. Ég er ekki alveg þar en mér finnst mjög skemmtilegt að skoða hestana með systur mínum,” segir María Brá. Nokkur folöld hafa komið í heiminn á bænum í sumar. Hér er eitt þeirra að fá sér að drekka hjá mömmu sinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Rangárþing eystra Hestar Landbúnaður Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Þrjátíu þúsund fengu hærri bætur í dag en síðustu mánaðamót Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Erlent Fleiri fréttir Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri bætur í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Sjá meira