Erlent

Lögreglumenn í New Hampshire sakaðir um að beita ölvaðan ökumann harðræði

Þrír lögreglumenn í Sebrook lögreglunni í New Hampshire hafa verið sendir í leyfi eftir að myndbandsupptaka úr öryggismyndavél lak á netið fyrr í þessari viku.

Á myndbandinu sjást lögreglumennirnir skella manni í vegg með andlitið á undan og spreyja síðan piparúða í andlit hans þegar hann liggur í gólfinu. Avikið átti sér stað árið 2009 en upp komst um það þegar myndbandið lak á youtube.

Michael Bergeron frá Seabrook í New Hampshire er maðurinn sem lögreglumennirnir beyttu ofbeldinu. Hann segist hafa falið lögmanni að höfða mál gagnvart lögreglumönnunum fyrir tveimur árum en myndbandið hafi síðan horfið en komið aftur í leitirnar nýlega.

Bergeron segist hafa verið handtekinn fyrir ölvunarakstur á sínum tíma og þess vegna hafi hann verið handtekinn.

Lögregluyfirvöld segja þó meira hafa komið til en sést á myndbandinu og að Bergeron hafi áður streist á móti lögreglumönnunum og sýnt árásarhneigða hegðun auk þess að hafa hrækt á lögreglumennina.

Saksóknari rannsakar nú málið og tekur ákvörðun um hvort ákært verði í málinu en eins og áður segir hafa lögreglumennirnir verið sendir í leyfi á meðan á rannsókn stendur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×