Erlent

Ormar í kjúklinganöggum frá Iceland

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ormar í kjúklinganöggum frá verslunarkeðjunni Iceland.
Ormar í kjúklinganöggum frá verslunarkeðjunni Iceland.
Ungri stúlku í Englandi brá heldur betur þegar hún áttaði sig á því að kjúklinganaggar sem hún hafði keypt í verslun Iceland voru fullir af ormum. Þetta kemur fram á vefmiðlinu Daily Gazette.

Hin 16 ára Lucy Clifford áttaði sig á því að varan sem hún hafði keypt væri skemmd er hún kom heim og ætlaði að gæða sér á kjúklingnum. Umrædd verslun er í Colchester.

Hún fór umsvifalaust aftur í verslunina og skilaði vörunni. Því næst hringdi hún í þjónustuver Iceland og bar fram kvörtun sína.

Lucy fékk endurgreitt að fullu fyrir vöruna og að auki fékk hún inneign upp á tíu pund frá Iceland eða því sem samsvarar tæplega tvö þúsund íslenskar krónur.

„Mamma mín hafði eldað kvöldmat fyrir okkur þegar vinkona mín tók allt í einu eftir rauðri kúlu inn í einum nagga,“ sagði Lucy í samtali við miðilinn.

„Þegar vinkona mín byrjaði að tyggja matinn kom í ljós að það var heill hellingur af dauðum ormum inn í bitanum.“

„Það stóð á pakkningunni að um var að ræða 100% kjöt en aldrei var nein lýsing um að ormar væru í nöggunum.“

„Ég mun aldrei fara aftur í verslanir Iceland.“

„Okkur hefur borist kvörtun frá Lucy Clifford og hefur sú kvörtun verið tekinn virkilega alvarlega hjá fyrirtækinu. Við munum rannsaka málið í framhaldinu," sagði talsmaður Iceland í samtali við miðilinn.

Iceland var áður að mestu í eigu íslensku félaganna Baugur Group og Fons áður en Malcolm Walker og stjórnendateymi hans keyptu 77% hlut í Iceland af slitastjórnum Landsbankans og Glitnis fyrir 1,5 milljarða punda. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×