Erlent

Al Kaída-menn drápu 20 uppreisnarmenn

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Almenningur í Aleppó mótmælti á mánudag innbyrðis átökum uppreisnarhópa.
Almenningur í Aleppó mótmælti á mánudag innbyrðis átökum uppreisnarhópa. Nordicphotos/AFP
Um 20 sýrlenskir uppreisnarmenn létu lífið af völdum bílsprengju í gær. Liðsmenn annars hóps uppreisnarmanna, tengdum Al Kaída, höfðu komið sprengjunni fyrir.

Innbyrðis átök Al Kaída-tengdra uppreisnarhópa við aðra hópa uppreisnarmanna í Sýrlandi hafa gerst æ harðari á síðustu dögum.

Rami Abdurrahman, talsmaður mannréttindasamtakanna Syrian Observatory for Human Rights, segir að síðan á föstudag hafi þessi innbyrðis átök kostað að minnsta kosti þrjú hundruð manns lífið.

Þetta eru mannskæðustu innbyrðis átök uppreisnarmanna frá því borgarastyrjöldin í Sýrlandi hófst árið 2011.

Sprengingin í gær varð skammt frá bænum Darkúsj í norðanverðu Sýrlandi, á svæðum sem uppreisnarmenn hafa lengi haft á sínu valdi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×