Sektaður um 140 milljónir fyrir að eiga of mörg börn Jakob Bjarnar skrifar 10. janúar 2014 12:14 Zhang Yimou er ekki aðeins öflugur á sviði kvikmyndagerðar heldur einnig hvað snýr að barneignum; of öflugur. AP Kínverski kvikmyndagerðarmaðurinn Zhang Yimou hefur verið sektaður um rúmar 140 milljónir fyrir að eiga of mörg börn. Yimou hefur verið tilnefndur til Óskarsverðlauna en hefur nú verið fundinn sekur, og sektaður, fyrir að brjóta stefnu kínverskra yfirvalda hvað varðar barneignir. Lengi vel kváðu lögin á um að kínverskir foreldrar mættu aðeins eignast eitt barn en reglunum var nýlega breytt í þá veru að séu menn einbirni, samkvæmt þeim lögum, er þeim heimilt að eignast tvö börn nú. Zhang Yimou er þriggja barna faðir og telst eiga tveimur börnum of mikið. Það kemur fram í bréfi sem honum barst nýverið frá yfirvöldum en bréfið barst honum eftir að hann birti opið bréf þar sem hann baðst afsökunar á að hafa brotið barneignalögin kínversku. Þar viðurkenndu Zhang og kona hans Chen Ting að eiga tvo syni og dóttur. Þetta er samkvæmt Xinhua, fréttaveitu kínverskra yfirvalda, en í máli Zhangs kemur fram að mikið sé fyrir því haft, með því að gera góðar myndir, að fólk muni eftir nafni manns sem kvikmyndagerðarmanns. Börn umfram kvóta hafi lagt alla þá vinnu í rúst. „Ég hef lært mína lexíu og mun vinna með hinu opinbera við að framfylgja barneignastefnunni. Sektin miðast við áætlaðar tekjur kvikmyndagerðarmannsins, sem samkvæmt þessu eru umtalsverðar. Sektina verður Zhang að greiða innan þrjátíu daga frá dagsetningu umrædds bréfs. Talið er að eftirspurn eftir hans þekktustu myndum, sem eru „Red Sorghum“, „Raise the Red Lantern“ og „Hero“, muni dragast saman eftir þetta hneyksli. Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira
Kínverski kvikmyndagerðarmaðurinn Zhang Yimou hefur verið sektaður um rúmar 140 milljónir fyrir að eiga of mörg börn. Yimou hefur verið tilnefndur til Óskarsverðlauna en hefur nú verið fundinn sekur, og sektaður, fyrir að brjóta stefnu kínverskra yfirvalda hvað varðar barneignir. Lengi vel kváðu lögin á um að kínverskir foreldrar mættu aðeins eignast eitt barn en reglunum var nýlega breytt í þá veru að séu menn einbirni, samkvæmt þeim lögum, er þeim heimilt að eignast tvö börn nú. Zhang Yimou er þriggja barna faðir og telst eiga tveimur börnum of mikið. Það kemur fram í bréfi sem honum barst nýverið frá yfirvöldum en bréfið barst honum eftir að hann birti opið bréf þar sem hann baðst afsökunar á að hafa brotið barneignalögin kínversku. Þar viðurkenndu Zhang og kona hans Chen Ting að eiga tvo syni og dóttur. Þetta er samkvæmt Xinhua, fréttaveitu kínverskra yfirvalda, en í máli Zhangs kemur fram að mikið sé fyrir því haft, með því að gera góðar myndir, að fólk muni eftir nafni manns sem kvikmyndagerðarmanns. Börn umfram kvóta hafi lagt alla þá vinnu í rúst. „Ég hef lært mína lexíu og mun vinna með hinu opinbera við að framfylgja barneignastefnunni. Sektin miðast við áætlaðar tekjur kvikmyndagerðarmannsins, sem samkvæmt þessu eru umtalsverðar. Sektina verður Zhang að greiða innan þrjátíu daga frá dagsetningu umrædds bréfs. Talið er að eftirspurn eftir hans þekktustu myndum, sem eru „Red Sorghum“, „Raise the Red Lantern“ og „Hero“, muni dragast saman eftir þetta hneyksli.
Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira