Erlent

Ekkert bað í 60 ár

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Myndirnar frá IRNA eru magnaðar að sjá.
Myndirnar frá IRNA eru magnaðar að sjá. mynd/irna
Karlmaður í þorpinu Dezhgah í Íran hefur ekki baðað sig í 60 ár. Þetta hefur fréttavefurinn Middle East Monitor eftir írönsku fréttastofunni IRNA.

Maðurinn er sagður búa í hlöðnum steinkofa sem nágrannar hans reistu og hvíla sig í holu í jörðinni. Þá er pípa sögð vera eftirlætiseign mannsins, sem reykir úrgang dýra úr henni.

Ekki er vitað hvers vegna maðurinn hefur ekki baðað sig svo lengi, en fleiri myndir má sjá hér.

Ekki er vitað hvers vegna maðurinn baðar sig ekki.mynd/irna



Fleiri fréttir

Sjá meira


×