Erlent

Fjöldi skipa festist í Eystrasalti

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Eitt skipanna sem situr fast. Mynd/ AFP.
Eitt skipanna sem situr fast. Mynd/ AFP.
Um 50 skip hafa setið föst í ís í Eystrasalti frá því í gær. Fjögur skip hafa losnað með hjálp ísbrjóta. Sum þessara skipa sigldu í strand milli Stokkhólms og Álandseyja en önnur eru föst norðar, í Helsingjabotni.

Sænskir hafnarstarfsmenn fullyrða að mörg þeirra skipa sem þarna sitja föst verði ekki losuð næstu klukkutímanna. Þeir segja að enginn um borð í skipunum hafi slasast og að það sé ekki verið að reyna að finna leiðir til þess að ná fólki úr skipunum. Hins vegar hefur viðbúnaðarstigið verið hækkað og björgunarmenn bíða nú eftir fyrirmælum ef eitthvað breytist.

Amorella, farþegaferja með nærri 1000 manns um borð, losnaði úr ísnum í nótt, að því er Associated Press fréttastofan fullyrðir. Þrjú skip losnuðu í gær. Bæði Svíar og Finnar eru með sérstaka ísbrjóta á þessum slóðum til þess að hjálpa til við að losa skipin.

Svíinn Jonas Lindvall, sem hefur stjórnað björgunaraðgerðum, sagði í samtali við Sænska Ríkisútvarpið að vanalegast væri ísinn ekki til vandræða á þessum slóðum. Hins vegar hefði verið mjög hvasst þarna að undanförnu, allt upp í 20 m/s og því hafi ísinn hreyfst mjög ört að undanförnu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×