Erlent

Svona á ekki að gera þetta

Óli Tynes skrifar
Anders Fogh Rasmussen í Afganistan.
Anders Fogh Rasmussen í Afganistan. MYND/AP

Framkvæmdastjóri NATO segir að aðgerðir bandalagsins í Afganistan geti þjónað sem módel fyrir hvernig á að bregðast við svipuðum átökum í framtíðinn.

Anders Fogh Rasmussen segir að herafli sé ekki lengur fullnægjandi svar.

Það þurfi einnig að kalla til alþjóðlegar hjálpar- og þróunarstofnanir og óháð samtök einkaaðila sem muni leggja til hið mjúka afl sem þarf til þess að leysa vandann.

Fogh Rasmussen segir að eins og málin séu í dag geri herinn og hjálparstofnanir ekki áætlanir saman, æfi ekki saman og deili varla með sér upplýsingum.

Þessu vill framkvæmdastjórinn breyta og hyggst byrja með því að boða til ráðstefnu þar sem herforingjar, stýrendur hjálparstofnana og fleiri aðilar bera saman bækur sínar.

Niðurstaða framkvæmdastjórans er semsagt sú að afganska módelið sýni mönnum hvernig á ekki að gera þetta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×