Erlent

Danir á hálum ís

Óli Tynes skrifar
Úr myndasafni.
Úr myndasafni.
Lögreglan á Jótlandi hefur gefist upp við að telja umferðaróhöppin á þjóðvegi E20 til Esbjerg sem orðið hafa í dag. Þar er mikil hálka þessa stundina og tugir bíla farið útafa eða lent í árekstrum.

Lögreglan segir að ekki hafi orðið alvarleg slys á fólki en hinsvegar mikið eignatjón. Danir eru bæði undrandi og leiðir á vetrarveðrinu sem þeir hafa mátt búa við í ár.

Sama má raunar segja um Svía og Norðmenn. Í þessum löndum hefur verið slíkt fannfergi í vetur að hinir heimsfrægu elstu menn muna ekki annað eins.

Fannferginu hafa fylgt miklir kuldar og tafir á allri umferð bæði á landi sjó og lofti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×