Erlent

Nori al-Maliki er spáð sigri

Starfsfólk kjörstjórnar býr sig undir talningu. fréttablaðið/AP
Starfsfólk kjörstjórnar býr sig undir talningu. fréttablaðið/AP
Nouri al-Maliki, forsætis-ráðherra Íraks, og flokki súnní-múslima er spáð kosningasigri í Írak. Nokkrir dagar eru reyndar þangað til úrslit kosninganna á sunnudag verða birt, en spárnar byggja á mati talsmanna íraskra stjórnmálaflokka, sem hafa fengið að fylgjast með talningunni.

Reynist spá þeirra rétt má túlka það sem andstöðu almennings við herskáa hópa sem barist hafa gegn stjórninni og innrásar-herjum Bandaríkjamanna og Breta.- gb



Fleiri fréttir

Sjá meira


×