Erlent

Hlakka til heimferðar frá Írak

Óli Tynes skrifar
Hryðjuverkamenn sprengdu hús og fleygðu handsprengjum í kjósendur til að hræða fólk frá að kjósa í Írak.
Hryðjuverkamenn sprengdu hús og fleygðu handsprengjum í kjósendur til að hræða fólk frá að kjósa í Írak.

Æðsti hershöfðingi Bandaríkjanna í Írak segir að með þingkosningunum þar í landi um helgina hafi verið stigið stórt skref í brottflutningi bandarískra hermanna frá Írak.

Ætlunin er að flytja allar bardagasveitir á brott fyrir fyrsta september. Engu að síður verða tugþúsundir eftir í Írak til þess að aðstoða við endurreisn þess.

Kosningarnar fóru síður en svo friðsamlega fram. Tugir manna voru myrtir og særðir.

Sú staðreynd ein af svo margir hættu sér á kjörstað þrátt fyrir hættuna er talin til marks um að Írakar séu að verða tilbúnir að taka við stjórn sinna mála og að þeir vilji gera það friðsamlega.

Rey Odierno hershöfðingi sagði á fundi með fréttamönnum í Bagdad að hann búist fastlega við að áætlunin um heimflutning standist.

Það þyrfti eitthvað yfirmáta skelfilegt að gerast til þess að svo yrði ekki.

Þótt kosningarnar hafi verið haldnar þrátt fyrir allt má búast við að einhverjar vikur eða jafnvel mánuðir líði áður en endanleg úrslit liggja fyrir og ríkissstjórn verður mynduð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×