Erlent

Hundruð þúsunda mótmæla í Bandaríkjunum

Fjölmennustu skipulögðu mótmæli bandarískra námsmanna um margra ára skeið voru haldin fyrir helgi. Þá mótmæltu hundruð þúsunda námsmanna og kennara víða í Bandaríkjunum, niðurskurði í opinbera skólakerfinu. Mótmælt var í yfir þrjátíu fylkjum Bandaríkjanna.

Mikil áhersla var lögð á stöðu ríkisskóla í Kaliforníu. Þar eru viðbúnar upp undir þriðjungs hækkanir á skólagjöldum. Þúsundir námsmanna í Kaliforníu fóru í eins dags verkfall. Mótmælafundir voru haldnir um allt fylkið.

Ananya Roy, kennari við Berkley háskóla segir í viðtali við fréttaþáttinn Democracy Now, að í tilviki Kaliforníu, snúist málið eingöngu um forgangsröðun, enda þótt slæmar fréttir berist af efnahag fylkisins.

Skólagjöld verði til þess að nemendur þurfi að vinna mikið með skóla, sem bitni á námsárangrinum. Svo séu þeir sem komi mjög skuldugir úr námi, vegna lána til að greiða fyrir skólagönguna. Hún segist jafnframt líta svo á að kerfisbundið sé verið að reyna að grafa undan opinbera skólakerfinu í Kaliforníu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×