Erlent

Sjóræningjar taka norskt olíuskip

MYND/AP

Sjóræningjar náðu í dag valdi á norsku olíuflutningaskipi undan strönd Madagaskar og er því nú siglt í átt að Sómalíu. Skipið heitir UBT Ocean og var það á leiðinni frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum til Tanzaníu að því er talsmaður Brovigtank skipafélagsins segir í samtali við Reuters fréttastofuna.

Sjórán hafa verið afar tíð á þessum slóðum undanfarin ár og fjölgar þeim iðulega í mars og maí þar sem veður fer að batna um það leyti.

Skipstjóri skipsins hafið samband við eigendurna og sagið að sjóræningjar væru komnir um borð en eftir það hefur ekkert heyrst frá áhöfnunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×