Erlent

British Airways í stríð við flugfreyjur

Óli Tynes skrifar

Sexþúsund starfsmenn hjá British Airways hafa boðist til þess að ganga í störf flugfreyja ef til verkfalls kemur.

Willie Walsh forstjóri BA segir að eittþúsund manns hafi þegar lokið þjálfun. Áttatíu prósent flugfreyja samþykktu í síðustu viku að fara í verkfall.

Walsh sagði einnig að þeir starfsmenn sem færu í verkfall yrðu sviptir öllum fríðindum hjá félaginu til frambúðar.

Verkalýðsfélag flugliða hefur tekið þessum yfirlýsingum illa og sagt að þeir verði ekki kúgaðir með þessum hætti.

British Airways hefur einnig búið sig undir verkfall með því að gera leigusamninga um vélar við önnur flugfélög og bóka sæti til þess að minnka áhrif aðgerðanna.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×