Erlent

Líkamsleifar fyrrum forseta Kýpur fundnar

Líkamsleifunum var stolið í desember í fyrra.
Líkamsleifunum var stolið í desember í fyrra. Mynd/AP
Talið er að líkamsleifar sem lögreglan á Kýpur fann í grafreit í Nícosíu á sunnudag séu af Tassos Papadopoulos, fyrrverandi forseta landsins, sem var rænt í desember á síðasta ári. Ekki er vitað hvað ræningjunum gekk til en málið vakti hörð viðbrögð meðal almennings á Kýpur.

Eftirmaður Papadopoulos á forsetastóli fordæmdi verknaðinn og sagði hann óguðlegan. Þá bað hann almenning um að sína stillingu.

Líkamsleifarnar hurfu degi áður en fram átti að fara minningarathöfn um Papadopoulos en þá var ár frá því að hann lést úr krabbameini.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×