Erlent

Prinsessa í einelti

Óli Tynes skrifar
Aiko prinsessa ásamt móður sinni.
Aiko prinsessa ásamt móður sinni.

Aiko prinsessa í Japan hefur misst úr nokkra daga í skóla vegna eineltis, að sögn japönsku hirðarinnar. Prinsessan er átta ára gömul.

Sjaldgæft er að hirðin gefi svo persónulegar upplýsingar um hagi sína. Japönum er brugðið við þessar fréttir enda er mikil virðing borin fyrir keisarafjölskyldunni.

Talsmaður skólans sagði að málið yrði rannsakað en við fyrstu sýn virtist sem þarna hafi verið um einhvern misskilning að ræða.

Prinsessan hafi verið að skipta um skó þegar tveir drengir komu æðandi með miklum látum og næstum rekist á hana. Henni hafi brugðið verulega.

Móðir prinsessunnar hefur ekki komið fram opinberlega í mörg ár vegna taugaveiklunar og þunglyndis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×