Erlent

Það var rétt að ráðast inn í Írak -Gordon Brown

Óli Tynes skrifar
Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands.
Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands.

Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands hélt fast við það í dag að það hefði verið rétt ákvörðun að gera innrás í Írak og steypa Saddam Hussein af stóli. Brown var fjármálaráðherra þegar innrásin var gerð.

Hann bar í dag vitni fyrir nefnd sem er að rannsaka aðdraganda árásarinnar og hvað gerðist í kjölfar hennar.

Forsætisráðherrann viðurkenndi að mistök hefðu verið gerð bæði í Washington og Lundúnum. Hann skaut þó skuldinni á Bandaríkjamenn um hin grimmu átök sem staðið hafa síðan Saddam var steypt.

Brown sagði að hann hefði haldið því mjög að Bandaríkjamönnum að það þyrfti ekki síður að skipuleggja endurreisn Íraks en innrásina sjálfa.

Hann kvaðst sorgmæddur yfir því að honum hefði ekki tekist að fá þá á sitt band.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×