Erlent

Fjörutíu létu lífið í Írak

Atkvæði talinn í borginni Sulaimaniyah.
Atkvæði talinn í borginni Sulaimaniyah. Mynd/AP

Að minnsta kosti 40 létu lífið í árásum í Írak í tengslum við þingkosningarnar þar í landi í gær. Hryðjuverkasamtökin al-Kaída hótuðu árásum í aðdraganda kosninganna og lýstu yfir útgöngubanni í gær þegar þau vöruðu alla þá sem ætluðu fara út til að kjósa að þeir yrðu berskjaldaðir gagnvart reiði Allah. Þrátt fyrir það segja yfirvöld að kjörsókn hafi verið yfir 50% en 19 milljónir Íraka voru á kjörskrá.

Þetta er í annað sinn sem kosið er til þings í landinu frá innrásinni árið 2003 og eftir að Saddam Hussein var hrakinn frá völdum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×