Erlent

Bretadrottning lofsamar lýðræðisumbætur í Suður - Afríku

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Elísabet II er ánægð með þróun mála í Bretlandi. Mynd/ AFP.
Elísabet II er ánægð með þróun mála í Bretlandi. Mynd/ AFP.
Elísabet II Bretadrottning lofsamaði þær lýðræðisumbætur sem hún segir að hafi orðið í Suður-Afríku á liðnum árum í veislu sem hún hélt Jacob Zuma, forseta Suður - Afríku, í gær.

Drottningin sagði gestum í Buckingham höll að gríðarlegar breytingar hefðu orðið í Suður - Afríku allt frá því að Nelson Mandela, fyrrverandi forseti, var látinn laus úr fangelsi fyrir 20 árum. Zuma er staddur í þriggja daga heimsókn í Bretlandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×