Erlent

Þrír flóttamenn stukku framaf húsi

Óli Tynes skrifar
Frá Kosovo; fólkið vildi ekki snúa heim aftur.
Frá Kosovo; fólkið vildi ekki snúa heim aftur.

Þrír flóttamenn frá Kosovo létu lífið í Glasgow í gær eftir fall af svölum fimmtán hæða íbúðarhúss. Þetta voru tveir karlmenn og ein kona.

Íbúar í blokkinni telja víst að þetta hafi verið þrefalt sjálfsmorð.

Fólkið hafi fengið að vita að því yrði ekki veitt hæli í Bretlandi og yrði sent aftur til Kosovo.

Yfirvöld hafa ekki staðfest hvaðan fólkið hafi verið, en segir ekkert benda til þess að glæpur hafi verið framin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×