Erlent

Sjóræningjum mætt með skothríð

Óli Tynes skrifar
Sjóræningjarnir eru á litlum en hraðskreiðum bátum og vel búnir vopnum.
Sjóræningjarnir eru á litlum en hraðskreiðum bátum og vel búnir vopnum.

Sómalskir sjóræningjar voru í dag hraktir frá þrem skipum sem þeir réðust á. Í einu tilfellinu voru það franskir sjóliðar sem ráku þá á brott en í hinum tveim voru það öryggisverðir sem útgerðir skipanna höfðu ráðið.

Æ fleiri útgerðir grípa nú til þess ráðs að hafa vopnaða öryggisverði í skipum sínum. Þótt alþjóðlegur herskipafloti sé undan ströndum Sómalíu er hafsvæðið sem hann þarf að gæta gríðarlega stórt og sjóræningjarnir hafa því ágætis svigrúm til sinna verka.

Eitthundrað og þrjátíu sjómenn af skipum frá mörgum þjóðum eru nú í gíslingu hjá sjóræningjum. Meðal lausnargjald fyrir skip er tvær milljónir dollara. Flestar útgerðirnar borga.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×