Erlent

Harður jarðskjálfti í Tyrklandi

Mynd/GoogleMap
Mynd/GoogleMap
Á sjötta tug eru látnir og fjölmargir slasaðir eftir að jarðskjálfti að stærðinni sex á Richter reið yfir í Tyrklandi í nótt. Búist er við að tala látinna fari hækkandi. Fram kemur í tilkynningu frá skrifstofu forsætisráðherrans Recep Tayyip Erdoga að skjálftinn átti upptök sín í Elazig héraði sem er í austurhluta landsins. Öflugir eftirskjálftar hafa orðið undanfarnar klukkustundir.

Jarðskjálftar eru tíðir Tyrklandi og fórust til að mynda 200 manns í einum slíkum fyrir sjö árum ekki langt frá upptökum skjálftans í nótt. Mannskæðasti jarðskjálfti síðari ára í Tyrklandi varð árið 1999 þegar rúmlega 20 þúsund manns fórust í vesturhluta landsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×