Erlent

Facebook morðingi dæmdur í 35 ára fangelsi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Mynd/ AFP.
Mynd/ AFP.
Dæmdur nauðgari í Bretlandi sem þóttist vera unglingur og ginnti þannig til sín unga stúlku á Facebook samskiptasíðunni hefur verið dæmdur í 35 ára langt fangelsi fyrir að nauðga stúlkunni og myrða hana.

Maðurinn heitir Peter Chapman og er 33 ára gamall. Hann birti mynd af myndarlegum unglingspilt á Facebook síðunni sinni til þess að ginna hina 17 ára gömlu Ashleigh Hall.

Daily Telegraph hefur eftir saksóknaranum, Graham Reed, að Hall hafi haft áhuga á strákum. Þeir hafi hins vegar yfirleitt ekki sýnt henni áhuga. Hún var því auðveld bráð þegar að strákar veittu henni einhverja athygli. Þetta gerði hana að auðveldri bráð fyrir Chapman sem að lokkaði hana með sér af Facebook á spjallforritið msn og narraði hana síðan upp í bíl til sín.

Hann ók henni síðan á afskekkt svæði þar sem að hann kom fram vilja sínum gegn henni áður en hann myrti hana.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×