Erlent

Skipulagði morð á tveimur börnum

Þrjátíu og tveggja ára gamall bandarískur karlmaður hefur verið ákærður fyrir að hafa skipulagt morð á tveimur börnum sem er hann talinn hafa misnotað kynferðislega. Maðurinn sem hefur að undanförnu setið í varðhaldi í Chicago bauð öðrum manni tæplega 15 þúsund dollara, eða tæpar tvær milljónir króna, fyrir að drepa börnin og foreldra þeirra.

Maðurinn hafði teiknað upp kort af heimilum fólksins og þar sem hann taldi að börnin svæfu. Hann á yfir höfði sér lífstíðarfangelsi verði hann fundinn sekur um skipulag morðanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×