Fleiri fréttir

Meira sent af gögnum en tali í fyrsta sinn

Magn gagnasendinga fór í fyrsta sinn fram úr umferð talaðs máls í þráðlausum fjarskiptum í desember síðastliðnum. Farsímafyrirtækið Ericsson greindi frá þessu á CTIA Wireless 2010 ráðstefnunni í Las Vegas í Bandaríkjunum í liðinni viku. Niðurstaðan er fengin úr mælingum Ericsson á gagnaumferð um heim allan.

Allir þingflokkar styðja viðræðurnar

Þýska þingið fjallar um aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu á þingfundi fimmtudaginn 22. apríl. Daginn áður, þann 21. apríl, er reiknað með að Evrópunefnd þingsins taki málið til lokaafgreiðslu.

Rændu spilavíti í Basel

Um tíu grímuklæddir menn stormuðu inn í stappfullt spilavíti skammt frá landamæraborginni Basel í Sviss í nótt og náðu að komast undan með hundruð þúsunda franka.

Þarf að greiða fyrir réttarhöld yfir morðingja barna sinna

Belginn Bouchaib Moqadem fékk heldur sérkennilegan víxil heim til sín á dögunum. Belgíska ríkið ætlar að rukka hann um tæplega 73 þúsund evrur, eða 12 milljónir króna, sem er kostnaður ríkisins fyrir að sækja fyrrverandi eiginkonu hans til saka eftir að hún myrti öll börnin þeirra, fimm talsins, á meðan Moqadem var staddur erlendis.

Stórfelld misnotkun í heyrnleysingjaskólum

AP Tvö mál hafa komið upp með stuttu millibili um stórfellda og áralanga misnotkun kaþólskra presta á nemendum í heyrnleysingjaskólum í Bandaríkjunum og á Ítalíu. Páfagarður er sakaður um að hafa hylmt yfir brotin í báðum tilfellum.

Tryggir Grikkjum svigrúm

AP „Bæði Evrópa og Grikkland koma sterkari út úr þessari kreppu,“ segir George Papandreou, forsætisráðherra Grikklands, ánægður með að leiðtogar sextán Evrópusambandsríkja hafi ákveðið að koma Grikklandi til hjálpar í fjárhagsvandræðunum.

Allawi fékk flest þingsætin

Flokkabandalag Ayads Allawi, fyrrverandi forsætisráðherra Íraks, fékk 91 þingsæti í kosningunum sem haldnar voru 7. mars.

Á fimmta tug látnir eftir sprengjuárásir í Írak

Að minnsta kosti 42 féllu og 65 særðust alvarlega í tveimur sprengjuárásum í Írak í dag. Árásirnar voru gerðar í borginni Khales sem er norðaustur af Bagdad. Fyrri sprengjan sprakk fyrir utan kaffihús og hin skömmu síðar fyrir framan veitingastað.

Fretjálkur í felum

Lögreglan á Norður-Sjálandi er að verða vitlaus á að finna ekki mann sem er haldinn þeirri ónáttúru að biðja hlaupakonur að prumpa á sig.

Grikkjum hjálpað -með semingi

Það er ekki hægt að segja að það beinlínis drjúpi smjör af strái í samkomulaginu sem Evrópusambandið náði um aðstoð við Grikkland.

Sjónvarpskona sýknuð af gullfiskadrápi

Fréttakona danska ríkisstjónvarpsins Lisbeth Kölster var í héraðsdómi fundin sek um að hafa brotið dýraverndarlög með tilraun sem hún gerði í fréttaskýringaþætti árið 2004.

Hakkari í 20 ára fangelsi

Tölvuhakkari hefur verið dæmdur í tuttugu ára fangelsi í Bandaríkjunum fyrir að hakka sig inn í tölvur margra stórfyrirtækja.

Ekki segja Facebook frá páskafríinu

Póst- og símamálastofnun Noregs hefur varað fólk við því að upplýsa á facebook eða twitter um hvort það verður að heiman um páskana.

Þorskastríðsflugvélum lagt

Breski flugherinn er að leggja síðustu Nimrod eftirlitsflugvélum sínum. Þær hafa verið í notkun síðan 1969 og að sögn flughersins bjargað óteljandi mannslífum.

Málgagn Vatikansins ver páfa

Vatikanið fordæmir ásakanir þess efnis að Benedikt páfi hafi ekkert aðhafst þegar upp komst um prest í bandaríkjunum sem hafði misnotað 200 heyrnarlausa drengi.

Sá á fund sem finnur - eða ekki

Lögreglan í Ohio í Bandaríkjunum reynir nú að hafa upp á tugum þúsunda dollara sem týndust þegar fullur peningapoki féll út úr peningaflutningabíl á ferð og opnaðist. Seðlarnir fuku um alla götu og ökumenn í öðrum bílum snarstoppuðu og hlupu til og reyndu að týna eins mikið af peningum og hægt var áður en lögregla kom á vettvang.

Enn barist við talíbana í Pakistan

Átök halda áfram á milli pakistanskra stjórnarhermanna og skæruliða sem halda til í fjallahéruðum landsins á landamærum Afganistans. Í nótt féllu 21 skæruliði og fimm stjórnarhermenn í átökunum og í gær var 61 skæruliði felldur í miklum loftárásum á sama svæði. Markmið stjórnarinnar í Pakistan er að hrekja Talíbana frá völdum á svæðinu.

Bin Laden: Auga fyrir auga

Hryðjuverkaleiðtoginn Osama bin Laden hefur hótað því að Al Kaída samtökin muni taka alla Bandaríkjamenn sem þau ná í skottið á af lífi, verði skipuleggjendur árásanna á Tvíburaturnana í New York árið 2001 dæmdir til dauða. Þeir koma fyrir rétt í New York innan skamms.

Ísraelsstjórn vill byggja

AP Ráðherrar í ríkisstjórn Benjamins Netanjahú lýstu fullum stuðningi við hann í gær, þegar hann kom heim frá Bandaríkjunum. Þar hafði Barack Obama forseti reynt árangurslaust að fá hann til að stöðva áform um byggingar í austurhluta Jerúsalemborgar.

Yukk sagði Bush á Haítí -myndband

Forsetarnir fyrrverandi George Bush og Bill Clinton hafa heimsótt Haítí til þess að stappa stálinu í heimamenn og fylgjast með hjálparstarfinu.

Stækka brjóst kvenna með sprengiefni

Breska leyniþjónustan hefur komist að því að læknar á vegum Al Kaida séu farnir að nota sprengiefni í stað silikons til að stækka brjóst kvenna.

Wipeout batt enda á ferilinn

Danskur áhættuleikari og leikstjóri meiddist svo illa í dönsku útgáfunni af sjónvarpsþættinum Wipeout að leikferli hans er lokið.

Robert Culp látinn

Bandaríski leikarinn Robert Culp lést af slysförum í gær. Hann var 79 ára gamall.

Obama er andkristur, múslimi og sósíalisti

Breska dagblaðið Telegraph greinir frá skoðannakönnun sem gerð var í Bandaríkjunum á dögunum og hafa niðurstöður hennar vakið mikla athygli. 24 prósent þeirra sem kjósa repúblikanaflokkinn eru á því að Obama sé andkristur og 38 prósent flokksmanna telja að forsetinn sé að gera „svipaða hluti og Hitler“ gerði á sínum tíma í Þriðja ríkinu.

Hugo Chavez lengir páskafríið

Hinn litríki forseti Venesúela Hugo Chavez hefur nú tekið upp á því bæta þremur dögum við hið lögbundna páskafrí í landinu og þýðir það að allar opinberar byggingar og stofnanir verða lokaðar í landinu.

Grunaðir hryðjuverkamenn handteknir í Sádí Arabíu

Yfirvöld í Sádí Arabíu hafa handtekið alls 113 menn sem allir eru grunaðir um að vera meðlimir í Al Qaida hryðjuverkasamtökunum. Mennirnir eru sagðir hafa lagt á ráðin um að sprengja olíustöðvar í landinu í loft upp en um þrjá aðskilda hópa var að ræða.

Engin niðurstaða í Washington

Viðræðum Bandaríkjamanna og Ísraela er lokið í Washington án niðurstöðu. Benjamin Netanyahu forsætisráðherra Ísraels hitti Barack Obama forseta meðal annars tvívegis en hann hefur nú snúið heim á leið.

Dauðadæmdur fékk gálgafrest

Hæstiréttur Bandaríkjanna stöðvað í nótt aftöku á Henry Skinner í fangelsi í Texas. Boðin bárust innan við klukkustund áður en taka átti manninn af lífi en lögfræðingar hans höfðu farið fram á að gerðar væru nýjar DNA rannsóknir vegna málsins. Skinner var dæmdur til dauða fyrir morðin á kærustu sinni og sonum hennar tveimur. Hann hefur hinsvegar ávallt haldið fram sakleysi sínu.

Jarðskjálfti skók Manila

Jarðskjálfti af stærðinni 6,2 á Richter kvarðanum skók Manila, höfuðborg Fillipseyja í morgun. Byggingar í borginni sveifluðust til og frá og hlupu margir út úr húsum sínum og fyrirtækjum og út á götur. Engar fregnir hafa hinsvegar borist af skemmdum eða manntjóni af völdum skjálftans. Bandarísks jarðfræðistofnunin segir að skjálftinn hafi átt upptök sín um tíu kílómetra undir sjávarbotninum undan strönd borgarinnar.

Fleiri kjördæmi færri konur

Allar konur á Lögþingi og í landstjórn Færeyja hafa sameinast um ályktun gegn þingsályktunartillögu um að skipta Færeyjum upp í fimm kjördæmi, en eyjarnar eru nú eitt kjördæmi.

Eru skrefinu nær að búa til huliðsskikkju

Vísindamenn í Karlsruhe í Þýskalandi eru skrefi nær að búa til huliðsskikkju, á borð við þær sem finnast í ævintýrum. Þeim tókst að hylja dæld í gullstöng þannig hún var vart sýnileg á innrauðri tíðni.

Minnkar sykur og fitu í vörum

AP Gosdrykkja- og snakkframleiðandinn PepsiCo ætlar að minnka magn natríums, sykurs og fitu um allt að fjórðung í helstu vörum sínum á næstu árum.

Löggurnar sprungu úr hlátri

Eldri króatískur maður var á dögunum stöðvaður vegna þess að lögreglumenn grunuðu hann um ölvun við akstur.

Óhugnanleg bræði og hatur

Heiftin í baráttunni um breytingar á sjúkratryggingum í Bandaríkjunum er slík að hún vekur með mönnum áhyggjur.

Tugir milljarða í dóp og mellur

Norðmenn eru ágætlega kristin og íhaldssöm þjóð. Þeir vilja hinsvegar greinilega sletta úr klaufunum öðru hvoru og þá kannski ekki alltaf á þann hátt að hugnist öllum.

Reyna stórárásir á olíustöðvar

Yfirvöld í Saudi-Arabíu hafa hafa handtekið yfir 100 manns sem grunaðir eru um að undirbúa hryðjuverkaárásir á olíumiðstöðvar landsins.

SMS: Hypjaðu þig

Atvinnumálaráðherra Danmerkur vill ekki setja lög sem banna fyrirtækjum að segja fólki upp störfum með SMS skilaboðum.

Stórslys í Osló

Stórslys varð í Osló fyrir stundu þegar flutningalest reif sig lausa á brautarstöð í gámahöfn höfuðborgarinnar. Hún rann á fullri ferð niður bratta brekku.

Hillary lofar Mexíkönum aðstoð

Hillary Clinton utanríkisráðherra Bandaríkjanna er nú stödd í Mexíkó þar sem hún ræðir við þarlend stjórnvöld um hvernig hægt sé að berjast við eiturlyfjahringina sem þar virðast ráða lögum og lofum.

Ellismellir í vígahug

Fjórir þýskir ellilífeyrisþegar hafa verið dæmdir til fangelsisvistar fyrir að ræna fjármálaráðgjafa sínum og halda honum í gíslingu í fjóra daga.

Sjá næstu 50 fréttir