Erlent

Minnkar sykur og fitu í vörum

AP Gosdrykkja- og snakkframleiðandinn PepsiCo ætlar að minnka magn natríums, sykurs og fitu um allt að fjórðung í helstu vörum sínum á næstu árum.

Fyrirtækið kynnti næringarstefnu sína til næstu tíu ára í gær. Markmiðið er að minnka viðbættan sykur í gosi um 25 prósent og mettaða fitu í snakki um 15 prósent. Þá ætlar fyrirtækið að framleiða fleiri vörur sem innihalda trefjar, ávexti, grænmeti og fitusnauðar mjólkurvörur. - bs




Fleiri fréttir

Sjá meira


×