Erlent

Rændu spilavíti í Basel

Um tíu grímuklæddir menn stormuðu inn í stappfullt spilavíti skammt frá landamæraborginni Basel í Sviss í nótt og náðu að komast undan með hundruð þúsunda franka.

Ræningjarnir óku upp að spilavítinu Grand Casino í tveimur bílum og brutu sér leið inn í húsið vopnaði vélbyssum og skammbyssum.

Gengið var frönskumælandi og skipaði 600 gestum og starfsmönnum spilavítisins að leggjast á gólfið á meðan þeir tæmdu kassana.

Enginn særðist alvarlega í ráninu.

Gengið komst undan á bílum sínum. Þýsk yfirvöld hafa handtekið fimm manns grunaða um aðild að ráninu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×