Erlent

Á fimmta tug látnir eftir sprengjuárásir í Írak

Mynd/AP
Að minnsta kosti 42 féllu og 65 særðust alvarlega í tveimur sprengjuárásum í Írak í dag. Árásirnar voru gerðar í borginni Khales sem er norðaustur af Bagdad. Fyrri sprengjan sprakk fyrir utan kaffihús og hin skömmu síðar fyrir framan veitingastað í miðborginni.

Sprengjuárásirnar voru gerðar rétt áður en tilkynnt var um úrslitin í þingkosningunum sem fóru fram í byrjun mánaðarins. Flokkur Iyad Allawi, fyrrverandi forsætisráðherra fékk flest þingsæti eða 91 af 323. Bandalag núverandi forsætisráðherra, Nuri al-Maliki, fékk 89 þingmenn kjörna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×