Erlent

Allawi fékk flest þingsætin

Ayad Allawi
Ayad Allawi

Flokkabandalag Ayads Allawi, fyrrverandi forsætisráðherra Íraks, fékk 91 þingsæti í kosningunum sem haldnar voru 7. mars.

Flokkabandalag Nouris al-Maliki, núverandi forsætisráðherra, fékk 89 þingsæti, tveimur minna en Allawi.

Úrslitin voru loks kunngerð í gær, tæpum þremur vikum eftir kosningarnar.

Sameinuðu þjóðirnar segja framkvæmd kosninganna ekki gefa tilefni til að tortryggja úrslitin. Al-Maliki sagðist hins vegar í gær ekki ætla að fallast á þau.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×