Erlent

Yukk sagði Bush á Haítí -myndband

Óli Tynes skrifar
Bush og handþurrkan heilsa.
Bush og handþurrkan heilsa.

Forsetarnir fyrrverandi George Bush og Bill Clinton hafa heimsótt Haítí til þess að stappa stálinu í heimamenn og fylgjast með hjálparstarfinu.

Þeir hafa gengið um á meðal fólks og eins og venja er með bandaríska stjórnmálamenn tekið í ótal hendur.

Það er heitt á Haítí þessa dagana og það hafa sjálfsagt verið ósjálfráð viðbrögð hjá Bush þegar hann tók í hendina á einum sem var sérstaklega sveittur um lófana.

Hann notaði skyrtu Clintons sem handþurrku. Til þess að gæta réttlætis verður að segja frá því að í mannþrönginni faðmaði Bush óhikað að sér fólk og kyssti börn hvort sem þau voru sveitt eða ekki.

En atvikið þótti skondið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×