Erlent

Ekki segja Facebook frá páskafríinu

Óli Tynes skrifar
Aha!
Aha!

Póst- og símamálastofnun Noregs hefur varað fólk við því að upplýsa á Facebook eða Twitter um hvort það verður að heiman um páskana.

Það séu ekki lengur bara myrkvuð hús sem leiði innbrotsþjófa á vettvang. Þeir séu nú farnir að leita á netinu að fólki sem tilkynni að það sé að fara eitthvað í frí í lengri tíma.

Þá geta þjófarnir dundað sér við það í nokkra daga að tæma híbýlin svo lítið ber á.

Stofnunin segir að það sé óráðlegt að segja nokkuð um ferðir sínar á netinu. Betra sé einfaldlega að hringja í vini og vandamenn eða senda þeim SMS skilaboð.

Gera má því skóna að það sama gildi á Íslandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×