Erlent

Grunaðir hryðjuverkamenn handteknir í Sádí Arabíu

Abdullah Al Saud, konungur Sádí Arabíu. MYND/AFP
Abdullah Al Saud, konungur Sádí Arabíu. MYND/AFP

Yfirvöld í Sádí Arabíu hafa handtekið alls 113 menn sem allir eru grunaðir um að vera meðlimir í Al Qaida hryðjuverkasamtökunum. Mennirnir eru sagðir hafa lagt á ráðin um að sprengja olíustöðvar í landinu í loft upp en um þrjá aðskilda hópa var að ræða.

Stærsti hópurinn samanstóð af 101 manni en hinir tveir höfðu sem manns innanborðs hvor. Flestir eru hinir handteknu heimamenn, en 50 voru frá Jemen auk þess sem nokkrir komu frá Jemen, Bangladesh og Eriítreu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×