Erlent

Dauðadæmdur fékk gálgafrest

Henry Skinner var skiljanlega ánægður með frestinn.
Henry Skinner var skiljanlega ánægður með frestinn. MYND/AP

Hæstiréttur Bandaríkjanna stöðvað í nótt aftöku á Henry Skinner í fangelsi í Texas. Boðin bárust innan við klukkustund áður en taka átti manninn af lífi en lögfræðingar hans höfðu farið fram á að gerðar væru nýjar DNA rannsóknir vegna málsins. Skinner var dæmdur til dauða fyrir morðin á kærustu sinni og sonum hennar tveimur. Hann hefur hinsvegar ávallt haldið fram sakleysi sínu.

Skinner kvæntist í fangelsinu franskri konu sem hefur helgað sig banni á dauðarefsingum og hafð Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti stutt áfrýjun hans. Aðeins er þó um frestun á aftökunni að ræða og enn er óljóst hvort DNA rannsóknin verði framkvæmd.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×