Erlent

Hugo Chavez lengir páskafríið

Hugo Chavez. Mynd/AP
Hugo Chavez. Mynd/AP

Hinn litríki forseti Venesúela Hugo Chavez hefur nú tekið upp á því bæta þremur dögum við hið lögbundna páskafrí í landinu og þýðir það að allar opinberar byggingar og stofnanir verða lokaðar í landinu.

Hugmyndin hjá Chavez er að spara rafmagn en orkukreppa hefur verið viðvarandi í Venesúela síðustu misserin. Að sögn forsetans er ætlunin ekki að ýta undir leti á meðal landsmanna heldur aðeins að spara rafmagnið en vatnsforðinn í orkuverum landsins er orðinn hættulega lítill í kjölfar mikilla þurrka. Talsmenn atvinnulífsins hafa gagnrýnt Chaves harðlega fyrir að taka ekki á vandanum segja hann koma iðnaðarframleiðslu landsins í uppnám.

Hann brást hinsvegar við með því að hækka verðið á rafmagni til stórnotenda um 75 prósent dragi þeir ekki úr notkun sinni um tíu prósent. Þrátt fyrir mikla olíuframleiðslu í Venesúela þá styðst landið við vatnsaflsvirkjanir til þess að framleiða rafmagn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×