Erlent

Grikkjum hjálpað -með semingi

Óli Tynes skrifar
Seljiði eyjarnar þið gjadþrota Grikkir, voru fyrstu viðbrögð ESB.
Seljiði eyjarnar þið gjadþrota Grikkir, voru fyrstu viðbrögð ESB.

Það er ekki hægt að segja að það beinlínis drjúpi smjör af strái í samkomulaginu sem Evrópusambandið náði um aðstoð við Grikkland.

Grikkland á ekki að fá nein lán nema í síðustu forvöð og þá með aðkomu Alþjóða gjaldeyrissjóðsins.

Þetta er þó það skásta sem Grikkir hafa séð þar sem viðbrögðin hingaðtil hafa verið hryssingslegar tillögur um að þeir selji eyjar sínar og annað í þeim dúr.

Það er þó nú búið að samþykkja að ef allt fer á versta veg VERÐI landinu bjargað.

Það eru aðeins þau 16 ríki sambandsins sem hafa evruna sem gjaldmiðil sem koma að þessari björgun.

Hin ríkin vilja ekkert af Grikkjum vita.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×