Erlent

Neyðast til að senda börn í þrælkun vegna alheimskreppunnar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Pakistanskur drengur vinnur að pottagerð. Mynd/ AFP.
Pakistanskur drengur vinnur að pottagerð. Mynd/ AFP.
Efnahagssamdrátturinn í heiminum hefur neytt fólk í hinum efnaminni löndum til að senda börn sín í þrælkun. Þetta segir Steen Andersen, framkvæmdastjóri Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna. „Foreldrar missa ef til vill vinnuna og þá hafa þeir ekki efni á því að senda börn sín í skóla. Þá enda þau í barnaþrælkun," segir hann.

Börnin enda oft í iðnaði sem vestrænir borgarar geta ekki haft áhrif á. Það versta er að 90-95% af barnaþrælkun í heiminum á sér stað í framleiðslu á vörum sem eru ekki sendar til okkar hluta heimsins," segir Steen Andersen.

Ekki er vitað hve mikið barnaþrælkun hefur aukist í heiminum vegna efnahagssamdráttarins, en bæði Sameinuðu þjóðirnar og hjálparsamtök staðfesta að það sé aukning.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×