Erlent

Lest rann stjórnlaust átta kílómetra í Osló

Óli Tynes skrifar

Stórslys varð í Osló fyrir stundu þegar vagnar í flutningalest losnuðu frá dráttarvagninum á brautarstöð við gámahöfn höfuðborgarinnar. Að minnsta kosti þrír eru látnir og 3-5 alvarlega slasaðir. Eins er saknað.

Vagnarnir runnu á fullri ferð niður bratta brekku. Þeir runnu heila átta kílómetra þartil þeir komu niður á höfnina sjálfa. Þar fóru nokkrir af sporinu, skullu á vöruskemmu og lögðu hana í rúst.

Aðrir lentu út í sjónum en hrifu í leiðinni með sér flutningabíla og einhver vinnutæki.

Björgunarþyrlur, bátar og sjúkrabílar eru á staðnum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×