Erlent

Reyna stórárásir á olíustöðvar

Óli Tynes skrifar

Yfirvöld í Saudi-Arabíu hafa hafa handtekið yfir 100 manns sem grunaðir eru um að undirbúa hryðjuverkaárásir á olíumiðstöðvar landsins.

Talsmaður innanríkisráðuneytisins segir að tekist hafi að koma í veg fyrir margar slíkar árásir undanfarin ár.

Meðal annars tókst að stöðva fjölmenna sjálfsmorðsárás á eina mikilvægustu stöðina. Af þeim sem voru handteknir voru 47 Saudi-Arabar og 51 maður frá Yemen.

 

 

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×