Erlent

SMS: Hypjaðu þig

Óli Tynes skrifar

Atvinnumálaráðherra Danmerkur vill ekki setja lög sem banna fyrirtækjum að segja fólki upp störfum með SMS skilaboðum.

Málið var tekið fyrir á danska þinginu eftir að blaðið JydskeVestkysten skýrði frá því fyrr á þessu ári að hótelkeðja á Suður-Jótlandi hefði sagt fjölda starfsmanna upp með þessum hætti.

Inger Stöjberg ráðherra sagði að sér hugnaðist ekki þessi aðferð við að segja upp starfsfólki. Hún vildi hinsvegar ekki setja lög til að banna hana.

Stöjberg til heyrir Venstre-flokknum sem raunar er hægri flokkur í Danmörku. Formaður Sósíaldemokrata hefur boðað að ef ríkisstjórnin skipti ekki um skoðun muni hann leggja fram frumvarp um að banna SMS-uppsagnir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×